Thursday, March 24, 2011

Oggu-poggu kreisí...

Ok, ok. Ég ætlaði örlítið að snyrta á mér toppinn þegar ég kom úr sturtunni í gær, ég geri það oft. Þegar ég var búin að klippa hann þá langaði mig svo ferlega að laga restina af höfðinu svo ég hélt áfram. Þegar hluti af hárinu hægra megin var horfið þá fór ég að svitna svolítið, Hvað Var Ég Búin Að Gera?!? En það þýddi ekkert að pæla í því, ég varð að klára það sem ég var byrjuð á. Alla vega, þá endaði ég svona (svo sem skítsæmileg klipping miðað við að hún er framkvæmd af sjálfri mér við barðherbergisspegilinn og með Föndurskærum, hahaha)

Kreisí Árný:


Kona getur orðið svolítið kofaveik á því að vera of mikið ein heima að læra... Kúkú ;)

Pin It

7 comments:

 1. fín klipping og fer þér vel:) þú ert huguð að þora að klippa þig sjálf, alla vega myndi ég aldrei treysta mér fyrir hárinu mínu :)

  ReplyDelete
 2. Mér þykir þetta flott hjá þér, en mér finnst þú samt svolítið kúkú að hafa lagt í þetta.

  ReplyDelete
 3. Vó hugrökk! Mig langar stundum til að "breyta svona til" en fæ mig ekki til þess ;)

  Fer þér mjög vel... kannski ættirðu bara að gerast hársnyrtir ? hmmm...

  ReplyDelete
 4. Hahaha! Kannast við þetta kúkú-ástand. En þetta tókst alveg rosalega vel til hjá þér! Megafín :)

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...