Monday, December 8, 2014

Kanína í náttfötum fyrir frænkukrútt

Ég eignaðist litla yndislega frænku fyrir örstuttu síðan. Hingað til hef ég heklað fígúru fyrir systkinabörn mín og auðvitað fékk litla skotta eina slíka.

Kanína er gerð eftir uppskriftinni minn úr Heklfélaginu


Þar sem ég vissi ekki kynið gerði ég hana í röndóttum náttfötum. Það er einfalt að gera hana þannig, það er einfaldlega skipt um lit á tveggja umferða fresti. :-) Svo varð ég að dúlla smá við hana, setti renning framan á búkinn og saumaði svartar doppur fyrir tölur. Renninginn gerði ég með því að hekla örfáar loftlykkjur og svo gerði ég fastalykkjur til baka. Hún fékk líka hvítan hring í kringum augun, hann er gerður með því að hekla 6 FL inn í galdralykkju og ganga snyrtilega frá, og að lokum fékk hún augnhár.


Pin It

Sunday, December 7, 2014

Heklfélagið

Jæja, þá er bókin Heklfélagið  loksins komin út :-) Í henni má finna mjög svo fjölbreyttar hekluppskriftir eftir 15 íslenska hönnuði og ítarlegum heklleiðbeiningum fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna.Í bókinni eru tvær amigurumi uppskriftir eftir mig, Kanínukrakkar og Hringur. Auk þess var ég með tæknikafla um amigurumi-hekl. Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að fá að taka þátt í þessu verkefni.


Kanínukrakkar

Það eru tvær útfærslur á kanínunni í bókinni, í buxum með slaufu og í pilsi. Börnin mín fengu mikið að aðstoða mig við litavalið. 

Dóttir mín vildi stóra kanínu svo ég prófaði að hafa tvöfalt garn og heklunal nr. 4,5 (Steinbach wolle úr Ömmu Mús). Okkur fannst það báðum koma vel út.Hér eru kanínur í ýmsum stærðum. Uppskriftin er alltaf sú sama, bara mismunandi garn og heklunál.
(Stærsta kanína: Steinbach Wolle úr Ömmu Mús, tvöfalt garn og heklunál 4,5. Miðstærð: Steinbach Wolle, einfalt garn og heklunál 3,5. Minnsta kanínan: Alba, lífrænn bómull úr Litlu prjónabúðinni og heklunál 2,5

Hringur 

Ég hef alltaf verið skotin í Waldorf-dúkkum og þessi er svolítið í þeim anda. Dúkkan kemur líka rosalega vel út einlit. Það er svo hægt að setja hristu inn í höfuðið en ekki nauðsynlegt.

(Steinbach Wolle úr Ömmu Mús, heklunál 3,5)


Handavinnusnillingurinn og vinkona mín hún Sigrún Jónsdóttir heklaði þennan Hring úr úr lífrænni bómull (Alba úr Litlu Prjónabúðinni). Hún hafði garnið tvöfalt og notaði heklunál nr. 3,5.
Þau leiðu mistök urðu í bókinni að hún er ekki skráð fyrir myndinni en það verður lagfært í næstu útgáfu. 


Takk fyrir hjálpina Sigrún :-*


Hér má svo sja einlitan Hring. Hann er líka gerður úr Alba garninu en hér var garnið einfalt og notuð heklunál 2,5.


Pin It

Saturday, January 18, 2014

Tótimar listamaður


Tóti listamaður málaði þessa mynd fyrir um einu og hálfu ári síðan. Mér finnst hún yndisleg.


Pin It

Thursday, October 4, 2012

Bangsastelpa

Þessi litla bangsastelpa varð til í fyrrasumar og nú býr hún hjá Rögnu Evey krúttfrænku á Tálknafirði.
Ég fór ekki eftir neinni uppskrift þegar ég heklaði hana.


Hér er hún með vinum sínum...
Pin It

Monday, October 1, 2012

Hárleysi

Hér er önnur dúkka sem ég gerði eftir uppskrift Beth Ann Webber. Hún hefur enn ekki náð að segja mér hvernig hún vill hafa hárið sitt, þess vegna er hún sköllótt.
En þannig er þetta með dúkkurnar mínar. Stundum á ég bara pínulítið eftir en svo bíður það lengi að klára þær.
Það er allt í lagi, mér finnst gott að vinna þannig.


Dúkkan er gerð eftir mini free spirit uppskriftinni en kjólinn bjó ég bara til sjálf.
Þetta er sama uppskrift og ég notaði þegar ég gerði þessa dúkku fyrir mömmu:
Pin It

Saturday, September 15, 2012

Strákur í hettupeysu

Þennan strák heklaði ég í fyrrasumar.

Fyrst var planið að gera kanínu eftir þessari uppskrift

en svo breytti ég henni heilmikið þannig að þetta var útkoman.Nú sé ég eftir því að hafa ekki skrifað niður hvernig ég gerði hann því ég var svo ánægð með útkomuna. En jæja, ætli ég geti ekki bara prófað mig áfram og gert annan svipaðan.
Pin It

Saturday, September 1, 2012

Svarti galdur

Svarti galdur er æðisleg súkkulaðikaka. Uppskriftina fann ég á pinterest, hún er með amerískum mælieiningum en ég set hér fyrir neðan mína þýðingu á henni.
Kakan sjálf varð alveg alveg sérstaklega mjúk og bragðgóð. Kremið var líka gott en mig langar mjög til að finna smjörkremsuppskrift sem er kannski með smá salti, vitið þið um eina slíka?Svarti galdurHráefni:


Kakan
* 1 og 3/4 bolli hveiti
* 2 bollar sykur
* 3/4 bolli kakó
* 2 tsk matarsódi
* 1 tsk lyftiduft
* 1 tsk salt
* 2 egg
* 1 bolli sterkt kaffi, kalt
* 1 bolli ab-mjólk (eða súrmjólk, jógúrt, sýrður rjómi)
 * 1/2 bolli matarolía
* 1 tsk vanilludropar

súkkulaði kremið
* 1/2 bolli smjör, lint
60 gr dökkt súkkulaði, brætt og kælt
3 bollar flórsykur
3 msk mjólk
2 tsk vanilludropar


Leiðbeiningar:


1 - setjið í hrærivélaskál: hveiti, sykur, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.
2 - bætið út í: egg, kaffi, ab-mjólk, olía og vanilludropar.
3 - hræra á meðalhraða í tvær mínútur, deigið verður þunnt.
4 - hellið deigi í smurt form. (í eitt u.þ.b. 23x33 cm form eða tvö hringform um 23 cm þvermál)
5 - bakið í 180°c ofni í 35-40 mín staka formið eða 30-35 mín fyrir hringformin
6 - Blandið saman hráefnum fyrir kremið og hrærið. Smyrjið á kökuna þegar hún hefur kólnað.


þessi kaka er jafnvel betri daginn eftir að hún er bökuð og helst mjúk í marga daga :)
Pin It
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...