Monday, March 8, 2010

enn er bókaflóð...

Ottobre er frábært sniðablað frá Finnlandi, það líka hægt að fá þau á ensku...
það þarf ekki að læra finnsku þó það væri nú gaman ;) Ég á tvö þeirra.

Hér er 6. tölublað 2008:
Og smá sýnishorn innan úr því (það er hægt að fara á síðuna þeirra og sjá allar blaðsíðurnar)



Og hér er 1. tölublað 2009

Og sýnishorn innan úr því:



Mig langar mikið í nýjasta barnablaðið frá þeim, 1. tölublað 2010:
Svo vil ég aðeins segja frá því hvaða föndurbækur ég á eða er með að láni og ef mínar kæru systur vilja þá geta þær "frekjast" til að fá þær að láni ;)






Hér eru tvær bækur sem mamma lánaði mér:
Hér er smá sýnishorn innan úr bókinni og svo er fjallað aðeins um hana á One Red Robin



Ég fann enga umfjöllun um hina bókina, en í henni eru aðallega saumaðar fígúrur en líka soldið af prjónuðum. Sumar dúkkurnar eru alveg "life size" eða jafn stórar og fólk, soldið crazy... :


Hér er sniðug kortabók
Hér er hægt að skoða smá inn í bókinni

Svo eru þrjár íslenskar bækur:
Ég set texta af vefnum frá Eddu útgáfu með...

Nú er kominn tími til að eyða meiri tíma útivið ... og vonandi verður íslenska sumarið sólríkt og hlýtt.
Eftir langan og strangan vetur er aftur kominn tími til að eyða meira tíma útivið ... og vonandi verður íslenska sumarið sólríkt og hlýtt. Í sumarfríinu gefst oft meiri tími til að sinna áhugamálum sínum og sannir föndrarar ættu að nota tímann vel og velja sér verkefni sem bæði er hægt að vinna að og njóta utandyra. Í bókinni Sumargleði er að finna fjölda hugmynda að slíkum verkefnum.


Hér er að finna sígild föt í nútímalegum útfærslum, sparikjólar, náttföt, ullarfrakkar, skyrtur, smekkbuxur, peysur og margt fleira.
Sniðin eru valin með það að leiðarljósi að börnum líði vel í þeim og geti hreyft sig eðlilega. Í leiðbeiningunum er tekið fram hvaða efni henti best fyrir hverja flík. Þeir sem vilja geta líka notað sniðin í bókinni sem grunn og hannað eigin föt upp úr þeim.



Bókin er full af hugmyndum um það hvernig hægt er að lífga upp á nánasta umhverfi sitt með því að breyta þeim hlutum sem fyrir eru.
Allt sem til þarf er málning og hugmyndaflug! Bókinni er skipt í þrjá hluta, byrjar á litlum hlutum og endar á þeim stóru. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og hér er að finna tillögur um hvað hægt er að mála, allt frá litlum hnúðum á kommóðuskúffum og upp í það umbreyta heilu herbergi með því að mála gólfið
.
Pin It

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...