Tuesday, March 9, 2010

Fyrir elsku Erlu Maren

Það var einu sinni kanína sem var voða kalt, brrrrrr......
Hún fór í göngutúr að leita sér að fötum, sem hún síðan fann :)
Og þá varð henni hlýtt og hún voða glöð ;)
Vonandi verður elsku Erla Maren mín ánægð með kanínuna sína :)
(Þetta er "frænka" kanínunnar síðan um daginn, hana er að finna HÉR og þar er líka linkur að uppskriftinni. Ef þið heklið svona kanínur myndi ég gjarnan vilja fá að sjá myndir :)
Pin It

7 comments:

  1. Vá hvað þetta er ógeðslega flott... Þú verður að kenna mér:)

    ReplyDelete
  2. mjög fínt Árný mín. Get ég fengið svona kanínu líka??

    ReplyDelete
  3. oh mig langar að gera svona. Þetta er æði og fötin geggjuð!!

    ReplyDelete
  4. hún er algjört æði pæði, finnst þú eigir að gefa einnhverjum útvöldum af þessari gleði

    ReplyDelete
  5. Ómæ, fínasta kanínan í bænum!

    Takk fyrir uppskriftina, ég lofa að senda mynd!

    ReplyDelete
  6. Ertu ekki að djóka Árný!? Djís, hvað þú ert klár að hekla, varstu ekki bara nýbúin að læra að hekla eða var ég að misskilja eitthvað ? ;)
    Rosalega flott kanína og fötin eru æði,algjör skvísuföt! Svona heimatilbúin knúsidýr eru æðisleg ;)
    ps, ertu ekki á Ravelry? Addaðu mér, ég er GLind þar ;)

    ReplyDelete
  7. Takk fyrir krúttleg komment :)
    Tinna, ég skal kenna þér :)
    Mamma, þú færð kanínu, en bara ekki strax. Mig langar að búa til e-ð nýtt næst...

    Jú, ég er bara að djóka Guðrún mín, hahahah!
    Ég hef nú lengi kunnað að hekla en hafði ekki gert það lengi. Þetta amigurumi-hekl er samt alveg nýtt fyrir mér og mér finnst það æði!
    Kanínan er alveg eftir uppskriftinni en það er engin uppskrift að buxunum og eyrnaskrautinu, ég bullaði það bara upp (hafði reyndar mynd af buxunum sem fyrirmynd)

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...