Tuesday, July 31, 2012

Komin í ný föt á nýju bloggi

Þá er þriðja systrabloggið komið í loftið, Árný Hekla(r). Bloggið hennar Dúddu systir heitir Elskulegt og hennar Sigríðar heitir Hugarheimur EtnuSystraseiður verður enn opinn en hreyfingin þar verður eflaust lítil.  

Hér mun ég birta myndir af því sem ég er að föndra og fást við auk þess sem ég segi frá ýmsu sem ég rekst á á internetbröltinu. Þar sem ég er svo mikið fyrir það að hekla þá fannst mér viðeigandi að bæta r aftan við nafnið mitt

Eins og ég sagði frá á Systraseið þá heklaði ég þessa dúkku en hún var voðalega berrössuð greyið. Uppskriftina er hægt að finna á http://www.byhookbyhand.blogspot.com/ hjá Beth heklsnilling. Þessi týpa heitir Mini Free Spirit.


Á síðunni hennar Beth eru allskonar föt fyrir hana. Ég átti hinsvegar ekki nógu fíngert garn til að hekla þau. Á Pinterest rakst ég síðan á þessar sniðugu leiðbeiningar þar sem stakir barnasokkar eru klipptir til svo að úr verði dúkkuföt. Hér er svo  linkur á dúkkufatamöppuna mína á Pinterest. Þar eru allskonar hugmyndir. 


Ég prófaði mig aðeins áfram og til urðu tveir krúttlegir kjólar svo dúkkan er ekki nakin lengur. Síðan ákvað ég að gefa elsku mömmu minni hana, það vakti lukku :)
P.s. okkur tókst að flytja færslur á milli blogga svo systraseiðsfærslurnar mínar eru komnar hér að neðan. 


Pin It

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...