Sunday, December 7, 2014

Heklfélagið

Jæja, þá er bókin Heklfélagið  loksins komin út :-) Í henni má finna mjög svo fjölbreyttar hekluppskriftir eftir 15 íslenska hönnuði og ítarlegum heklleiðbeiningum fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna.Í bókinni eru tvær amigurumi uppskriftir eftir mig, Kanínukrakkar og Hringur. Auk þess var ég með tæknikafla um amigurumi-hekl. Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að fá að taka þátt í þessu verkefni.


Kanínukrakkar

Það eru tvær útfærslur á kanínunni í bókinni, í buxum með slaufu og í pilsi. Börnin mín fengu mikið að aðstoða mig við litavalið. 

Dóttir mín vildi stóra kanínu svo ég prófaði að hafa tvöfalt garn og heklunal nr. 4,5 (Steinbach wolle úr Ömmu Mús). Okkur fannst það báðum koma vel út.Hér eru kanínur í ýmsum stærðum. Uppskriftin er alltaf sú sama, bara mismunandi garn og heklunál.
(Stærsta kanína: Steinbach Wolle úr Ömmu Mús, tvöfalt garn og heklunál 4,5. Miðstærð: Steinbach Wolle, einfalt garn og heklunál 3,5. Minnsta kanínan: Alba, lífrænn bómull úr Litlu prjónabúðinni og heklunál 2,5

Hringur 

Ég hef alltaf verið skotin í Waldorf-dúkkum og þessi er svolítið í þeim anda. Dúkkan kemur líka rosalega vel út einlit. Það er svo hægt að setja hristu inn í höfuðið en ekki nauðsynlegt.

(Steinbach Wolle úr Ömmu Mús, heklunál 3,5)


Handavinnusnillingurinn og vinkona mín hún Sigrún Jónsdóttir heklaði þennan Hring úr úr lífrænni bómull (Alba úr Litlu Prjónabúðinni). Hún hafði garnið tvöfalt og notaði heklunál nr. 3,5.
Þau leiðu mistök urðu í bókinni að hún er ekki skráð fyrir myndinni en það verður lagfært í næstu útgáfu. 


Takk fyrir hjálpina Sigrún :-*


Hér má svo sja einlitan Hring. Hann er líka gerður úr Alba garninu en hér var garnið einfalt og notuð heklunál 2,5.


Pin It

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...