Monday, December 8, 2014

Kanína í náttfötum fyrir frænkukrútt

Ég eignaðist litla yndislega frænku fyrir örstuttu síðan. Hingað til hef ég heklað fígúru fyrir systkinabörn mín og auðvitað fékk litla skotta eina slíka.

Kanína er gerð eftir uppskriftinni minn úr Heklfélaginu


Þar sem ég vissi ekki kynið gerði ég hana í röndóttum náttfötum. Það er einfalt að gera hana þannig, það er einfaldlega skipt um lit á tveggja umferða fresti. :-) Svo varð ég að dúlla smá við hana, setti renning framan á búkinn og saumaði svartar doppur fyrir tölur. Renninginn gerði ég með því að hekla örfáar loftlykkjur og svo gerði ég fastalykkjur til baka. Hún fékk líka hvítan hring í kringum augun, hann er gerður með því að hekla 6 FL inn í galdralykkju og ganga snyrtilega frá, og að lokum fékk hún augnhár.


Pin It

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...