Saturday, February 20, 2010

Er einhver órói hér..?

Vá, það er ekkert smá erfitt að taka mynd af óróa! (eða kannski er ég bara klaufi..?)

Ég var e-ð að fikta í föndurdótinu mínu sem kaffærir stofuborðinu hérna heim (mikið hlakka ég til að flytja í stærri íbúð). Ég klippti hringi með puncher-num mínum, þræddi svo hringina og perlur á þráð. Svo tók ég vír og beyglaði hann e-ð fram og aftur og klæddi hann svo með bómullarefni. Svo hengdi ég þræðina í vírinn. Úr þessu fikti varð svo til þessi órói, sem mér finnst minna á manneskju, eiginlega konu í kjól, en það er líklega erfitt að sjá það út frá myndunum.

Annars eru til ótrúlega margir flottir óróar, til dæmis þessir á Óskalistanum

Svo eru hér fleiri sem mér finnst skemmtilegir:

Mér finnst töff að hafa þá svona Riiiiiisastóra!

Svo er þessi rosalega fallegur:
Þessir eru báðir á síðunni henni Mörthu okkar og hún er auðvitað að kenna okkur að búa þá til ;)

Ég gæti gert svona með puncher-num mínum:

Þessi er nú voða dúlló:


Einfaldur en flottur:

Pláneturnar:
Ó, svo fallegur! Og það er hægt að finna snið af fuglunum á síðunni :)


En ég held að mig langi mest að reyna að búa til óróa í þessum stíl, hann er æðislegur:
Pin It

4 comments:

  1. Ég sé alveg að þetta sé kona. Jafnvel engill með opinn faðminn. Hvar fær maður svona puncher? Ég er alveg búin að sjá það út að gott safn af puncherum er alveg nauðsyn..

    ReplyDelete
  2. Tinna (Ósk..frænka...eitthvað)February 21, 2010 at 4:11 AM

    úúú...pretty! svo dugleg kona ;) ...annars fíla ég pláneturnar í botn! *like*

    ReplyDelete
  3. :) æði!! óróar eru svo ljúfir eitthvað - væri til í óróa í öll herbergi, jafnvel baðherbergisóróa .. eða er það of langt gengið ;)

    ReplyDelete
  4. Hehehe, nei það er aldrei of mikið skreytt ;)

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...