Monday, August 6, 2012

Tælenskt matreiðslunámskeið

Í júlí fór ég á frábært matreiðslunámskeið. Mágkona hans pabba hún Jan er alveg mjög fær kokkur og hún var svo góð að kenna mér og fleirum að elda nokkra rétti.

Nú er ég búin að prófa að gera núðlurnar sjálf og þær heppnuðust frábærlega þó ég segi sjálf frá. Freyja sagði meðal annars "mmm, ég elska þetta" þannig að ég er ekki ein um að finnast þær góðar.

Hér koma nokkrar myndir af námskeiðinu og svo uppskriftin að núðlunum. Hinar uppskriftirnar, kjúklingur í ostrusósu og vorrúllur, koma síðar þegar ég er búin að prófa að elda þær :)


Núðlurnar klárar
Jan að kenna okkur réttu tökin

tælenska kálið - hvað ætli það heiti?

Núðlur

Hráefni:

       * matreiðsluolía
       * 1 núðlupakki
       * 3 egg
       * 2-3 hvítlauksrif skorin niður
       * 1 kjúklingabringa, skorin í þunnar sneiðar
       * 3 msk sojasósa
       * 3 msk ostrusósa
       * 2 msk sykur (ég gleymdi reyndar að setja hann en það kom ekkert að sök)
       * Hvítkál 1/2 haus, grófskorið
       * gulrætur 4-5, í mjóum ræmum
       * tælenskt kál (eða spínat)

Aðferð:

Sjóða vatn
skola núðlur aðeins undir köldu vatni
Núðlur í pottinn í 3-5 mínútur, hræra svolítið í með gafli til að losa í sundur
hella í sigti, skola í köldu vatni og klippa í sundur

Setja frekar mikla olíu á pönnu og hvítlaukinn út í.
Næst fara eggin á pönnuna og steikja þau í eggjahræru.
Kjúklingurinn má fara í pönnuna þegar eggjahræran er um hálfsteikt
Þá má setja sojasósu, ostrusósu og sykur út á pönnuna
Þegar kjúklingurinn er orðin svo gott sem eldaður í gegn má setja hvítkálið og gulræturnar út í og steikja nokkra stund
Næst fer spínatið og núðlurnar út í pönnuna og öllu hrært saman þar til núðlurnar eru orðnar vel heitar.


Ég mæli með þessari uppskrift! :-þ
Magnið í pönnunni verður ansi mikið þannig að það þarf aðeins að vanda sig við að hræra ;-)
Pin It

3 comments:

 1. Girnó! Ætla pottþétt að gera þetta, hvernig núðlur eru notaðar eru þetta?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég var með Thai Choice núðlur.
   Svo er hægt að kaupa ostrusósu og sojasósu í stórum flöskum á góðu verði í Tælensku búðinni við hliðina á Rauða-krossbúðinni á laugavegi. Stór flaska kostar svipað og lítil flaska annarsstaðar. Ég gerði það nú ekki að þessu sinni en mun gera það næst þegar ég þarf að kaupa.

   Delete
 2. Namm gerði þetta í kvöld, mjög gott :)

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...