Saturday, September 1, 2012

Svarti galdur

Svarti galdur er æðisleg súkkulaðikaka. Uppskriftina fann ég á pinterest, hún er með amerískum mælieiningum en ég set hér fyrir neðan mína þýðingu á henni.
Kakan sjálf varð alveg alveg sérstaklega mjúk og bragðgóð. Kremið var líka gott en mig langar mjög til að finna smjörkremsuppskrift sem er kannski með smá salti, vitið þið um eina slíka?Svarti galdurHráefni:


Kakan
* 1 og 3/4 bolli hveiti
* 2 bollar sykur
* 3/4 bolli kakó
* 2 tsk matarsódi
* 1 tsk lyftiduft
* 1 tsk salt
* 2 egg
* 1 bolli sterkt kaffi, kalt
* 1 bolli ab-mjólk (eða súrmjólk, jógúrt, sýrður rjómi)
 * 1/2 bolli matarolía
* 1 tsk vanilludropar

súkkulaði kremið
* 1/2 bolli smjör, lint
60 gr dökkt súkkulaði, brætt og kælt
3 bollar flórsykur
3 msk mjólk
2 tsk vanilludropar


Leiðbeiningar:


1 - setjið í hrærivélaskál: hveiti, sykur, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.
2 - bætið út í: egg, kaffi, ab-mjólk, olía og vanilludropar.
3 - hræra á meðalhraða í tvær mínútur, deigið verður þunnt.
4 - hellið deigi í smurt form. (í eitt u.þ.b. 23x33 cm form eða tvö hringform um 23 cm þvermál)
5 - bakið í 180°c ofni í 35-40 mín staka formið eða 30-35 mín fyrir hringformin
6 - Blandið saman hráefnum fyrir kremið og hrærið. Smyrjið á kökuna þegar hún hefur kólnað.


þessi kaka er jafnvel betri daginn eftir að hún er bökuð og helst mjúk í marga daga :)
Pin It

1 comment:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...