Sunday, August 12, 2012

Kjúklingur í ostrusósu

Nú er ég búin að prófa aðra uppskrift af tælenska matreiðslunámskeiðinu og hér kemur hún. Það var rosalega auðvelt að elda þessa og hún er mjög góð, mæli með að þið prófið :-Þ

Grænmetið niðurskorið

Rétturinn kraumar á pönnunni


Kjúklingur í ostrusósu


Hráefni:


       * matreiðsluolía
       * 2 kjúklingabringur, skornar í þunna bita
       * hvítlaukur, 2-3 rif
       * 4-5 msk ostrusósa
       * 1 msk sykur
       * brokkolí, skori í bita
       * 1 Paprika, skorin í bita


Aðferð:


hita olíu á pönnu, setja hvítlauk og lauk út á og steikja svolítið
svo má kjúklingurinn, ostrusósan og sykurinn fara út á

Þegar kjúklingurinn er að verða eldaður er brokkolíog paprika sett út í

Með þessu er gott að bera fram hrísgrjón og sweet chilli sósu


Pin It

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...